19.10.2007 | 10:00
Loksins
Það er síflellt verið að vitna einhverjar erlendar rannskóknir til varnar þessar óþolandi forræðishyggju að ég sem ábyrgur einstaklingur sé ekki hæfur að kaupa mitt brennivín þar mér sýnist, það finnst mér vera vanvirða mig persónulega. Þegar landinn fer til Evrópu í heimsókn og fer í verslun og kaupir sitt vín, finnst öllum sjálfsagt. Hvers vegna er það ekki sjálfsagt hér? Þessar meintu erlendu rannsóknir eru væntanlega amerískar sérviskur. Eða eru kannski ítalskir og franskir höfundar þarna með? Eins og við vitum voru það bandarískir templarar sem heimtuðu bann við víndrykkju fyrir 100 árum með þeim afleiðingum að mafían varð til. Ég sé bara ekkert sniðugt við það. Við erum mikið frekar evrópsk og þar á bæ finnst fólki þetta einfaldlega heimskulegt og óskiljanlegt, því er ég sammála.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Geir Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ríkt þetta sjónarmið hjá fólki að svokölluð "vínmenning" sé eftirsóknarverð. Í þessu sambandi er stundum vitnað til miðjarðarhafslandanna, Ítalí, Frakklands og Spánar. Þar er aðgengi mjög gott, allar verzlanir fullar af búsi og dagdrykkja viðurkennd sem hluti af kúltúr. Þar sér ekki vín á nokkrum manni. Hvernig ætli standi þá á því að í þessum þremur löndum er hæsta tíðnu skorpulifurs í heimi? Þar deyja flestir úr sjúkdómum tengdum áfengisneyzlu en nokkur staðar annars staðar í Evrópu? Mér finnst þetta umhugsunarvert.
Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir hafa 46 litninga, 23 frá móður og 23 frá föður, líkt og aðrir í heiminum. Það að Íslendingar gúffi í sig brennsa af því hann er svo dýr er bara þvæla. Fólk drekkur vegna þess að því líkar áhrifin og alkóhólismi er raunverulegur, líkamlegur heilasjúkdómur. Svipað hlutfall Íslendinga þróar með sér áfengissýki og í nágrannalöndunum, að undanskyldum Inúítum. Drykkjuvenjur okkar eru vissulega litaðar af þjóðfélagslegum þáttum eins og opnunartímum, vinnuálagi og lífsviðhorfum.
Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að aukin neyzla felur í sér aukinn heilbrigðisvanda. Þá gildir engu hvort við hættum að rúlla ofurölvi um miðbæinn um helgar eða sötrum 1-5 bjóra heima á virkum kvöldum. Það er þetta stanslausa sull, öðru nafni "vínmenning", sem á eftir að koma okkur í koll eins og miðjarðarhafslöndunum. Þar á eftir að koma fram langvarandi vandi meðal eldra fólks með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þarna eru dýrir sjúkdómar á ferð og það er ábyrgðarleysi að kasta fram svona frumvarpi án þess að gera ráð fyrir úrræðum í heilbrigðis-, meðferðar- og félagsmálum.
Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.